Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2009 07:13

Hugmyndavinna í gangi að náttúruböðum við Deildartunguhver

Fyrstu teikningar að náttúruböðum við Deildartunguhver hafa litið dagsins ljós. Það eru hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margét Guðmundsdóttir í Landnámssetrinu í Borgarnesi ásamt Sigríði Sigþórsdóttur og Basalt arkitektum sem unnið hafa þessa hugmynd í samvinnu við landeigendur að Deildartungu II, bræðurna Dag og Svein Andréssyni. Hugmyndin byggist á því að nýta til atvinnusköpunar í ferðaþónustu þá stórkostlegu náttúruauðlind sem Deildartunguhver, vatnsmesti hver í Evrópu, er. „Núna er tækifærið til að nýta tímann meðan frostið er að þiðna á fjármagnsdalnum og búa til það tæki sem gæti tekið við þeirri aukningu sem fyrirsjáanleg er í ferðaþjónustunni á næstu árum. Ferðaþjónustan er ásamt fiskinum mest gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin og við verðum að nýta þá möguleika sem við eigum, í grænu stóriðjunni. Það hefur sýnt sig að útlendingar vilja fjárfesta í umhverfisvænni orku og ég hef mikla trú á að þessi fjárfestingarkostur muni vekja áhuga þeirra,“ segir Kjartan Ragnarsson, en um þessar mundir er þau hjón að fara á fullt með kynningu á verkefninu meðal fjárfesta.

Frumhönnun Miðaldabaða við Deildartunguhver felur í sér stórhuga hugmyndir, því auk jarðbaða í fyrsta áfanga með glæsilegum móttökusal, er í framhaldinu gert ráð fyrir heilsu- og lækningamiðstöð og síðan þar á eftir hótelbyggingu. Kjartan orðar það svo í samtali við Skessuhorn, að í þeirra „villtustu draumum“ sé gert ráð fyrir atvinnusköpun fyrir 100-150 manns, en við þennan vatnsmesta hver í heimi í dag er ekkert starf tengt ferðaþjónustu.

 

Sjá nánar í umfjöllun í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is