Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2009 09:20

Gistináttaskráning Hagstofunnar gefur ranga mynd af Vesturlandi

Gistinætur á hótelum hér á landi í ágúst voru 205.100 en voru 190.500 í sama mánuði árið 2008. Samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur tekið saman fækkaði gistinóttum Íslendinga á hótelum í ágúst um rúm 6% milli ára en gistinætur erlendra ríkisborgara jukust um tæp 10%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Norðurlandi úr 19.900 í 24.200 eða um rúmt 21%. Gistinóttum á Austurlandi fjölgaði um 16%, á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 8% og á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um rúm 6%. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 18.800 í 18.200 eða um 3%.

Ekki er hægt að draga í efa að þessar upplýsingar Hagstofunnar séu réttar. Hins vegar varð veruleg fjölgun gistinátta á Vesturlandi einu í ágúst miðað við síðasta ár. Um það vitna allir þeir hótel- og gistihúsaeigendur sem Skessuhorn hefur rætt við, en þeir taka svo djúpt í árinni að segja sprengingu hafa orðið milli ára. Líklegasta skýringin á fækkun í opinberum tölum er sú að verulega hafi dregið úr hótelnýtingu á Suðurnesjum milli ára og að það eigi sinn þátt í að samdráttur er í sölu gistingar á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarðar. Það væri hagur hótel- og gistihúsaeigenda á Vesturlandi að flokkun Hagstofunnar væri nákvæmari en hún er til að eitthvað gagn væri af þessum upplýsingum fyrir vestlenska ferðaþjónustu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is