Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2009 01:03

Skipulagsbreytingar og sparað í rekstri LbhÍ

Hvanneryrarkýr munu brátt lúta stjórn starfsmanna  sérstaks rekstrarfélags.
Ellefu störf verða lögð niður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands frá og með næstu áramótum í hagræðingarskyni. Var jafnmörgum starfsmönnum því sagt upp fyrir mánaðamótin síðustu. Um skipulagsbreytingar er að ræða og munu sum þessara starfa því ekki hverfa, heldur flytjast yfir í sjálfstætt rekstrarfélag. “Við erum að leita leiða til að ná saman næstu tveimur árum í rekstri. Því erum við að skoða allan okkar rekstur og reyna að draga saman seglin eins og hægt er án þess að það komi niður á kjarnastarfsemi okkar sem eru kennsla- og rannsóknir,” segir Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ í samtali við Skessuhorn.

Þau ellefu störf sem um ræðir skiptast þannig að fimm eru á Hvanneyri, fjögur á Keldnaholti og tvö á Reykjum. “Hluti af þessum breytingum felst í að við munum aðskilja tilraunabúið á Hesti og Hvanneyri frá rekstri LbhÍ svipað og við höfum gert á Möðruvöllum. Sú starfsemi verður flutt yfir í sjálfstætt félag sem mun þá reka tilraunabúið samkvæmt samningi. Við munum áfram hafa aðgang að fjárhúsum á Hesti og fjósi á Hvanneyri í gegnum kennslu- og rannsóknir og verður það leigan sem greidd verður til hins nýja rekstrarfélags fyrir aðstöðuna,” segir Ágúst.

Hann segir að auk þessara breytinga verði efnagreiningar nú alfarið færðar að Hvanneyri í hagræðingarskyni en þær hafa einnig verið í boði á Keldnaholti. Þá verður dregið úr þjónustu í móttöku og afgreiðslu og almennt reynt að spara í staðarhaldi. “Eins og ég sagði þá erum við að skoða alla þætti starfseminnar og munum reyna að gera allt eins hagkvæmt og kostur er,” sagði Ágúst að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is