Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2009 02:04

Segir ríkisstjórnina ógna framtíð starfa í stjóriðju

Ál. Vilhjálmur segir störf við stóriðju í mikilli hættu.

“Þær tillögur sem nú liggja fyrir varðandi orku- og kolefnisskatta á stóriðjufyrirtæki gerir það að verkum að það er verið að leggja störf þeirra sem starfa við stóriðju hér á landi í stórhættu,” segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í samtali við Skessuhorn. Eins og kunnugt er kynnti fjármálaráðherra í gær fjárlagafrumvarp næsta árs og er þar gert ráð fyrir verulegum skattaálögum á stóriðjuna sem ekki hefur verið til staðar hingað til. “Á okkar starfssvæði er þetta einkum Grundartangasvæðið þar sem þúsund störf eru nú sett í fullkomna hættu. Stóriðjan þar beinlínis heldur lífinu í samfélaginu á Akranesi og nágrannabyggðum. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga gæti þessi skattur á Norðurál á Grundartanga numið á sjötta milljarði króna, hjá Elkem Ísland vel á annan milljarð og á Sementsverksmiðjuna einhver hundruð milljóna. Það er morgunljóst að Sementsverksmiðjan og Elkem Ísland hafa enga burði til að taka slíka skattlagningu á sig og því er eins og ég sagði verið að ógna framtíð þessara fyrirtækja og störfum fólksins.”

Vilhjálmur segir að þessu til viðbótar séu kjarasamningur starfsmanna Norðuráls lausir um næstu áramót. “Ef þessi áform ríkisstjórnarinnar lenda á fyrirtækinu er verið að setja kjarasamningsgerðina í algjört uppnám.  Okkar tillaga er sú að það eigi að ná inn sköttum úr stóriðju í gegnum tekjuskatta starfsmanna. Þar fá ríkið og sveitarfélög 37% af laununum og ætti að sjá hag sinn í að svo verði áfram í stað þess að ógna tilveru fyrirtækjanna. Það er með ólíkindum að horfa upp á vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar þar sem er verið að ógna starfsöryggi allra sem starfa í stóriðju. Ég vil því skora á ríkisvaldið að endurskoða þessar tillögur strax.”

Vilhjálmur vill benda ríkisstjórn á skoða gaumgæfilega að skattleggja lífeyrisgreiðslur jafnóðum. “Það gæti skilað ríkissjóði 30-40 milljörðum á ári. Þetta myndu heimili landsins ekki finna fyrir á einn eða neinn hátt nú. Á þeirri forsendu á að skipa hóp sérfræðinga til að skoða það að skattleggja lífeyrisgreiðslurnar strax og hætta þessari endemis vitleysu. Stjórnvöld verða að átta sig á því að ofan á minni veltu og verkefni í þjóðfélaginu eru stjórnvöld að hækka skattaálögur svo mikið bæði á einstaklinga og fyrirtæki að fólki er einfaldlega að blæða út,” sagði Vilhjálmur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is