Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2009 03:02

Helmingi lægri fargjöld í öllum ferðum TREX

Í fyrramálið mun hópferðafyrirtækið Bílar og fólk, sem sér um akstur sérleyfisleiða á Norður-, Suður- og Vesturlandi undir merkjum TREX, í samvinnu við samgönguráðuneytið hrinda af stað átaki til lækkunar fargjöldum með áætlunarbílum. Til áramóta verða fargjöld lækkað um helming á öllum leiðum. Þetta þýðir til dæmis að fargjald til Ólafsvíkur lækkar úr 5100 krónum í 2550 kr en fyrir skólafólk verður gjaldið 1750 krónur eftir breytinguna. Venjulegt fargjald í Borgarnes lækkar að sama skapi úr 2000 kr. í 1000 krónur og 700 krónur fyrir skólafólk. Drengur Óla Þorsteinsson markaðsstjóri Bíla og fólks segir í samtali við Skessuhorn að vart þurfi að taka fram að um mikla kjarabót verður að ræða fyrir almenning í því efnahagsástandi sem nú er. “Markmið átaksins eru hins vegar fleiri. Það mun vonandi varpa ljósi á hvaða hlutverki verðlagning gegnir í nýtingu almenningssamgangna á Íslandi. Von Bíla og fólks og samgönguráðuneytisins er einnig að þetta átak stuðli að góðri kynningu á þeim valkosti sem áætlunarferðir langferðabifreiða eru á við aðra samgöngumáta hvað varðar verð, gæði og umhverfisáhrif,” segir Drengur Óla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is