Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2009 11:05

Fjölmennt á lokahófi hjá Leyni

Í síðustu viku var lokahóf fyrir börn og unglinga í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Yfir 90 krakkar mættu og gerðu sér glaðan dag. Mikil fjölgun hefur orðið í golfiðkun yngri barna og unglinga í vor og sumar. Í dag eru um 140 krakkar skráðir í Leyni og ef miðað er við reiknað hlutfall frá félagatölu GL er klúbburinn með annað stærsta barna- og unglingastarf félaga á landinu.

Á uppskeruhátíðinni var boðið var upp á golfþrautir og leik á vellinum og heppnaðist það mjög vel þó frekar kalt væri í veðri. Öllum var boðið upp á gos, pissu og súkkúlaði. Þátttakendur fengu verðlaun til minningar um frábært golftímabil. Einnig voru veitt verðlaun fyrir flestar mætingar á golfæfingar í vetur, sumar og í haust. Þau sem fengu þau voru Ægir Sölvi Egilsson, Gunnar Davíð Einarsson, Þórey Petra Bjarnadóttir og Sindri Snær Alfreðsson.

Í tilkynningu frá Leyni segir að góður árangur hafi náðst í keppnisgolfi barna- og  unglinga á mótaröðum GSÍ í sumar. Sveit GL 16 ára og yngri lenti í 4. sæti af 18 golfklúbbum í sveitakeppni unglinga. Einnig náðist góður árangur einstaklinga á mótaröðum golfsambandsins.

 

Golfæfingar hefjast síðan aftur í nóvember. Íþróttastjóri GL vill koma á kæru þakklæti til allra iðkenda, foreldra og forráðamanna, barna- og unglinganefndar GL og stjórnar GL fyrir gott tímabil og vonast til að sjá sem flesta krakka á vetraræfingunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is