Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2009 12:59

Skaginn með sama lið og í fyrra

„Við erum með nánast sama lið og í fyrra. Fengum reyndar góðan liðsstyrk í Halldóri Jónssyni sem er góð þriggja stiga skytta og öflugur bakvörður. Það er alveg ljóst að takmarkið hjá okkur verður fyrst og fremst að halda sætinu í deildinni,“ segir Brynjar Sigurðsson þjálfari meistaraflokks ÍA. Skagamenn hefja keppni í 1. deildinni í körfuboltanum næstkomandi föstudagskvöld þegar Þór Þorlákshöfn kemur í heimsókn.

Brynjar þjálfari segist hafa fulla trú á stráknum þótt verkefnið framundan sé stórt, liðið að koma upp úr 2. deildinni í mun sterkari deild. „Strákarnir eru búnir að vera mjög duglegir. Við byrjuðum að æfa um mitt sumar og liðið kemur ágætlega undirbúið til móts. Það var margt jákvætt sem kom út úr eina mótinu sem við tókum þátt í á undirbúningstímabilinu, Valsmótinu. Andstæðingarnir í fyrsta leik, Þór Þorlákshöfn, eru án efa eitt sterkasta liðið í deildinni. Það er því nokkur prófsteinn strax í fyrsta leik.“

Brynjar segir að Skagamenn muni ekki styrkja sitt lið í vetur með erlendum leikmönnum, eins og mörg liðin í 1. deildinni virðast gera. Það séu hreinlega engir peningar til þess. „Við köllumst bara góðir að hafa fyrir ferðalögunum og dómarakostnaði,“ segir Brynjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is