07. október. 2009 07:28
Einar K Guðfinnsson alþingismaður lagði í gær fram fyrirspurn til iðnaðarráðherra á Alþingi um málefni Sementsverksmiðjunnar. Spurði hann í fyrsta lagi hver niðurstaðan hafi orðið af athugun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra á málefnum Sementsverksmiðjunnar. Þá spurði hann einnig: “Hyggst ráðherra beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að tryggja rekstrargrundvöll verksmiðjunnar?” Ekki liggur fyrir hvenær iðnaðarráðherra svarar fyrirspurninni.