Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2009 08:03

Syngjandi kúabóndi á Mýrum

Sigurður Óli og Bjartmar textahöfundur árituðu diskinn nýlega í Kaupfélaginu. Ljósm. mg
Sigurður Óli Ólason er kúabóndi á Lambastöðum á Mýrum; búfræðingur, eiginmaður, þriggja barna faðir og söngfugl. Hann starfar núna einnig sem sölumaður og skemmtikrafur og er á þeytingi við að kynna hljómdiskinn sinn Bankaræningjarnir sem kom út fyrir skömmu. Þar samdi Bjartmar Hannesson flesta söngtextana.  Sigurður hefur sungið nánast alla æfina, en tók upp á því að fara í söngnám eftir að hann var orðinn fullorðinn bóndi og er nú að læra söng hjá Margréti Eir. Það er mikið að gera í söngnum hjá Sigurði, en hann gerir talsvert af því að syngja fyrir fólk í afmælum og öðrum einkaboðum.  Í framhaldi af einu slíku boði hvatti Sigurþór Kristjánsson hljóð- og tónlistarmaður í Borgarnesi hann til að fara í upptökur og afraksturinn varð geisladiskurinn Bankaræningjarnir sem Sigurður Óli gefur út sjálfur og dreifir.   

Sjá viðtal við Sigurð Óla í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is