Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2009 10:43

Styttist í að Heilbrigðisstofnun Vesturlands verði til

Frá ársfundinum. Guðjón Brjánsson fyrir miðri mynd. Ljósm. G. Bjarki Halldórsson.
Sameining átta heilbrigðisstofnana á Vesturlandi verður um næstu áramót. Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og samþættingu þeirrar starfsemi sem verður undir merkjum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HV). Á fjölmennum ársfundi Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi í gær rakti Guðjón Brjánsson, væntanlegur forstjóri HV, undirbúning og skipulag hinnar nýju stofnunar. Meðal annars kom fram að skipuð hefur verið þriggja manna framkvæmdastjórn. Auk Guðjóns sitja í henni Steinunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Þórir Bergmundsson framkvæmastjóri lækninga. Fram kom að til stendur að miðstöð heilsugæslu hjá HV verður staðsett í Borgarnesi en auk þess standi til að ýmsum verkefnum verði dreift á starfssvæðið, svo sem bókhaldi, reikningagerð og símaþjónusta.

Á fundinum var skrifað undir samning við Háskólann á Akureyri um samstarf um klínínska kennslu og leiðsögn nemenda sem stunda nám við heilbrigðisvísindasvið HA og um rannsóknir á heilbrigðissviði.

 

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra gat þess í ávarpi sínu á fundinum að á Akranesi væri rekin fæðinga- og kvensjúkdómaþjónusta sem þætti ákaflega góð. “Ég veit líka eftir þessa örfáu daga í ráðuneyti heilbrigðismála að það er fullur vilji hjá starfsfólki og stjórnendum SHA að reyna að viðhalda óbreyttri þjónustu, og því góða orði sem fer af henni,” sagði ráðherra.

 

 

Nánar verður greint frá fundinum í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is