Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2009 01:03

Samfylkingarfélag hvetur til sameiningar sveitarfélaga

Samfylkingarfélag Snæfellsness hélt félagsfund í Grundarfirði í gærkvöldi. Þar var rætt um væntanlegt vetrarstarf, sameiningu sveitarfélaganna á Sæfellsnesi, bæjarstjórnarkosningarnar og stjórmmálaviðhorfið. Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður var á fundinum og fjallaði um stöðuna á Alþingi.   Fundurinn fagnaði tillögu bæjarstjórnar Grundarfjarðar um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Ályktunin er svohljóðandi: “Fundur í Félagi Samfylkingarinnar á Snæfellsnesi haldinn í Grundarfirði 7. október 2009 fagnar samþykkt bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þ. 10. september sl. þar sem bæjarstjórnin óskar eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi um sameiningu sveitarfélaganna.  Fundurinn hvetur sveitarstjórnirnar til að fallast á málaleitan bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar og að hefja sem fyrst viðræður um sameininguna.

Fundurinn vekur athygli á því að nýverið hafa ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga komið sér saman um að skipa nefnd sem móti tillögur um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi.  Þær tillögur verði síðan teknar fyrir á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og að lokum lagðar fram sem lagafrumvarp á Alþingi.  Rætt er um að stefnt sé að sautján sveitarfélögum á landinu.  Fundurinn telur mikilvægt að búið verði að sameina sveitarfélögin á Snæfellsnesi áður en að því kemur að slík sameining verði ákveðin með lögum.

Einnig vekur fundurinn athygli á að samþykkt hefur verið bæði hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi að hefja könnun á kostum þess að sameina öll sveitarfélög í eitt í þessum landsfjórðungum.

Með sameiningu sveitarfélaganna hér á Snæfellsnesi yrði til fjölmennt öflugt sveitarfélag sem hefði góða möguleika til að taka að sér ný verkefni og standa að uppbyggingu og aukinni þjónustu sveitarfélaganna á landsvísu.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is