09. október. 2009 09:03
Vígslu nýja þjóðvegarins um Arnkötludal, milli Reykhólasveitar og Steingrímsfjarðar á Ströndum, hefur verið frestað um nokkra daga vegna veðurs. Til stóð að vígja veginn í dag en vegna slæms veðurs hefur því verið frestað fram til miðvikudags í næstu viku.