Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2009 10:02

Frábær árangur á Atlamótinu

Atlamótið í badminton, fyrsta fullorðinsmót vetrarins, fór fram um síðustu helgi og keppti þar flestallt besta badmintonfólk landsins. Keppendur hjá Badmintonfélagi Akraness stóðu sig mjög vel og unnu til fjölda verðlauna. Í meistaraflokki unnu Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir silfur í tvíliðaleik en Karitas Ósk komst einnig í undanúrslit í einliðaleik og tvenndarleik. Þá komst Egill G. Guðlaugsson í undanúrslit í einliðaleik karla. Í aukaflokki, einliðaleik kvenna vann Una Harðardóttir silfur. Í a-flokki vann Karitas Eva Jónsdóttir silfur í einliðaleik kvenna ásamt samspilara sínum úr UMFA. Þá komst Ármann Steinar Gunnarsson í undanúrslit í einliðaleik karla.

Í b-flokki vann Þórður Páll Fjalarsson gull í einliðaleik karla og Snorri Kristleifsson silfur. Þá sigraði Þórður Páll í tvíliðaleik karla ásamt Marvin Þrastarsyni en þar unnu Snorri og Konráð Freyr Sigurðsson silfur. Í einliðaleik kvenna vann Írena Rut Jónsdóttir gull og Alexandra Ýr silfur og þær hrepptu saman gull í tvíliðarleik kvenna. Í tvenndarleik unnu Marvin og Alexandra Ýr gull og Írena Rut og Konráð Freyr silfur. Í aukaflokki, einliðaleik karla, vrð Halldór Axel Axelsson í öðru sæti.

 

 

Frábær árangur á skemmtilegu móti þar sem fram fóru margir mjög spennandi leikir. Mótið gekk mjög hratt og vel fyrir sig. Badmintonfélags Akraness vill koma á framfæri þökkum til iðkenda félagsins fyrir frábæran dugnað og aðstoð við framkvæmd mótsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is