Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2009 10:02

Frábær árangur á Atlamótinu

Atlamótið í badminton, fyrsta fullorðinsmót vetrarins, fór fram um síðustu helgi og keppti þar flestallt besta badmintonfólk landsins. Keppendur hjá Badmintonfélagi Akraness stóðu sig mjög vel og unnu til fjölda verðlauna. Í meistaraflokki unnu Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir silfur í tvíliðaleik en Karitas Ósk komst einnig í undanúrslit í einliðaleik og tvenndarleik. Þá komst Egill G. Guðlaugsson í undanúrslit í einliðaleik karla. Í aukaflokki, einliðaleik kvenna vann Una Harðardóttir silfur. Í a-flokki vann Karitas Eva Jónsdóttir silfur í einliðaleik kvenna ásamt samspilara sínum úr UMFA. Þá komst Ármann Steinar Gunnarsson í undanúrslit í einliðaleik karla.

Í b-flokki vann Þórður Páll Fjalarsson gull í einliðaleik karla og Snorri Kristleifsson silfur. Þá sigraði Þórður Páll í tvíliðaleik karla ásamt Marvin Þrastarsyni en þar unnu Snorri og Konráð Freyr Sigurðsson silfur. Í einliðaleik kvenna vann Írena Rut Jónsdóttir gull og Alexandra Ýr silfur og þær hrepptu saman gull í tvíliðarleik kvenna. Í tvenndarleik unnu Marvin og Alexandra Ýr gull og Írena Rut og Konráð Freyr silfur. Í aukaflokki, einliðaleik karla, vrð Halldór Axel Axelsson í öðru sæti.

 

 

Frábær árangur á skemmtilegu móti þar sem fram fóru margir mjög spennandi leikir. Mótið gekk mjög hratt og vel fyrir sig. Badmintonfélags Akraness vill koma á framfæri þökkum til iðkenda félagsins fyrir frábæran dugnað og aðstoð við framkvæmd mótsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is