Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2009 12:03

Skagaverk tekur við uppskipun á súráli

Þær breytingar urðu á uppskipun við Grundartangahöfn um síðustu mánaðamót að fyrirtækið Skagaverk tók við uppskipun á súráli af Klafa sem sinnti því fram að þessu. Norðurál bauð út uppskipunina eftir að Klafamenn sögðu sig frá verkinu og var Skagaverk með lægsta tilboðið. Smári Guðjónsson framkvæmdastjóri Klafa segir að eftir stækkun álvers Norðuráls hafi gámaflutningarnir aukist það mikið að uppskipunin á súrálinu rúmaðist mjög illa í starfsemi fyrirtækisins og skapaði óþægilegar sveiflur. Hins vegar þurfti Klafi að fækka mannskap við það að hætta uppskipun á súráli. Störfum hjá fyrirtækinu fækkaði um fimm en alls starfa nú hjá Klafa 17 menn. „Þessi störf fara ekki neitt, eru áfram á svæðinu,“ segir Smári. Fyrr á árinu sagði Klafi sig einnig frá öryggisgæslu á Grundartanga og við henni tók Securitas sem setti fjóra menn í gæslustörfin á Tanganum.

Gunnar Garðarsson framkvæmdastjóri Skagaverks segir að uppskipun á súráli sé góð viðbót við ágæta verkefnastöðu hjá fyrirtækinu. Enn sem komið er hafi þó aðeins verið bætt við einum starfsmanni hjá Skagaverki vegna súrálsins og annar verður ráðinn á næstu dögum. Alls koma um 25 súrálsskip á Grundartanga yfir árið, eða að meðaltali tvö skip í mánuði. Uppskipun tekur venjulega sjö til tíu daga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is