Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2009 03:10

Landsbyggðinni gert að taka á sig byrðar umfram höfuðborgarsvæðið

Bæjarstjórn Grundarfjarðar sendi frá sér ályktun á fundi sínum í gær. Þar er látinn í  ljós skilngur á að aðgerða sé þörf í efnahagsástandinu en jafnframt harmaðar framkomnar hugmyndir stjórnvalda sem hafi neikvæð áhrif á landsbyggðina. Á ályktuninni er því haldið fram að stjórnvöld ætli sér að ganga harðar fram í niðurskurði á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu; en þar hafi uppgangurinn og þenslan orðið nánast að öllu leyti síðustu árin. Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur að þvert á móti sé auðveldar að sameina stærri stofnanir og embætti á höfuðborgarsvæðinu, en að leggja niður nokkur tveggja til tíu starfsmanna embætti á landsbyggðinni  Slík aðgerð sé vænlegri, vegna stærðar og umfangs stofnananna, til þess að spara umtalsverða fjármuni í rekstri ríkisins. 

„Að auki liggur fyrir að viðkomandi starfsemi, sem nú er staðsett víða utan höfuðborgarsvæðisins, muni verða sinnt frá Reykjavík eða frá örfáum stærri byggðakjörnum þannig að vandséð er í hverju sparnaðurinn liggur.  Kostnaður íbúa í dreifbýli mun hins vegar margfaldast við það eitt að sækja opinbera þjónustu sem íbúar höfuðborgarsvæðisins telja að tilheyri almennum mannréttindum að hafa innan seilingar.“

 

Bæjarstórn Grundarfjarðar telur að tillögur ríkisstjórnarinnar feli í sér aukna embættismannavæðingu og miðstýringu frá höfuðborgarsvæðinu. Að auki séu þær til þess fallnar að rjúfa tengsl við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. „Þær tillögur sem komið hafa fram, svo sem fyrningarleið fiskveiðiheimilda, takmarkanir á útflutningi á ferskum fiski, ásamt hindrunum vegna mögulegrar atvinnuuppbyggingar í stóriðju og á fleiri sviðum, eru ekki til þess fallnar að stuðla að jákvæðri uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni,“ segir einnig í ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is