12. október. 2009 11:02
 |
Frá rúningskeppninni á síðasta ári. |
Meistaramót Íslands í rúningi verður haldið í tengslum við Haustfagnað í Dölum dagana 23.-24. október næstkomandi. Keppnin fer fram í Reiðhöllinni í Búðardal og hefst kl. 15 á laugardeginum. Keppnin verður með sambærilegu fyrirkomulagi og á síðasta ári nema hvað bætt verður við flokki óvanra rúningsmanna. Allar nánari upplýsingar og skráningar eru hjá Helga Hauk í síma 865-1717 eða helgi@isbu.is.
Í tengslum við Haustfagnaðinn boða Ístex og Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu til samkeppni um frumlegustu lopahúfuna. Einu skilyrðin eru að húfan sé prjónuð úr íslenskri ull. Mæta þarf með húfuna á haustfagnað á laugardeginum og skrá hana til keppni og lofa keppnishaldarar veglegum verðlaunum.