Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2009 02:05

Sameiningu prestakalla í Snæfellsbæ harðlega mótmælt

Ingjaldshólskirkja.
Safnaðarfundir bæði í Ingjaldshóls- og Ólafsvíkurprestakalli, sem haldnir voru síðastliðinn sunnudag, mótmæla harðlega tillögu Kirkjuráðs um sameiningu þessara prestakalla svo skjótt sem annar prestanna í prestaköllunum tveimur lætur af starfi. Röksemdir beggja sóknarnefndanna eru á þá lund að það væri einum presti ofviða að rækja starfið í svo stóru prestakalli, án þess að draga þyrfti úr þjónustu svo sem æskulýðsstarfi, sérstaklega í ljósi þess að safnaðargjöld voru skert um 5% 1. júlí síðastliðinn og þau verða aftur skert um sama hlutfall við næstu áramót.

Safnaðarfundur Ólafsvíkurprestakalls á sunnudaginn bendir á þann möguleika að sameina Ingjaldshólsprestakall og Staðastaðarprestakall, sem yrði þá svipað stærðar og önnur prestaköll á svæðinu. Safnaðarfundur Ingjaldshólsprestakalls segir m.a. í greinargerð með ályktun sinni að ef ekki verði hætt við þessa sameiningu, felist engin sanngirni í að nýtt prestakall beri heitið Ólafsvíkurprestakall. „Þá getur þetta vart talist sameining heldur yfirtaka, þar sem annað prestakallið er hreinlega lagt niður en hitt látið standa. Annað nafn sem báðir söfnuðir geta verið sammála um þarf að koma fram, það var til dæmis gert þegar sveitafélögin voru sameinuð,“ segir meðal annars í greinargerðinni.

 

Báðir gera safnaðarfundirnir alvarlega athugasemd við vinnubrögð Kirkjuráðs í þessu máli, þar sem farið var fram á að þessi umræða með tilheyrandi fundum yrði afgreidd með samþykkt til biskupafundar fyrir 12. október, eða á 11 dögum.

„Safnaðarfundurinn telur að hér sé um mikið skilningsleysi að ræða á aðstæðum safnaða út á landi og vanvirðingu Kirkjuráðs við þá. Með þessum nauma tíma er ekki gefinn nokkur kostur á að umræður innan safnaðarins nái að gerjast og þróast. Auk þess felst í þessum mikla hraða málsins mikil tilætlunarsemi á hendur því fólki sem leggur mikið á sig til að geta sinnt þeim sjálfboðaliðastörfum fyrir sína kirkju, sem sóknarnefndarsetan er.  Í þessum störfum er fólk sem vinnur fulla vinnu og hefur því ekki tök á að sinna sjálfboðaliðastörfunum nema á kvöldin eða um helgar. Krafan sem reist er á hendur sóknarnefndarformanni og sóknarnefnd er því bæði ósanngjörn og allt að því óraunhæf,“ segir í greinargerð með samþykkt sóknarnefndar Ólafsvíkurpestakalls og Ingjaldshólsfólk ályktaði á sömu nótum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is