Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. október. 2009 06:12

Staðarblöð Þingeyinga verða kreppunni að bráð

Prentstofunni Örkinni ehf. á Húsavík var lokað vegna fjárhagsörðugleika um síðustu helgi. Auk alhliða prentþjónustu var fyrirtækið útgefandi auglýsingablaðsins Skráarinnar, sem komið hefur út í 34 ár og héraðsfréttablaðsins Skarps. Þannig er útlit fyrir að hvorugt þessara blaða komi út í í vikunni og raunar ekki um ófyrirsjáanlega framtíð, að því er segir á vefsíðu Skarps. Vissulega er eftirsjá af hverju því héraðsfréttablaði sem verður kreppunni að bráð og því er Þingeyingum sendar hlýjar kveðjur norður fyrir heiðar frá Skessuhorni með von um að skarpur viðsnúningur verði í útgáfumálum þeirra.   Þá segir á síðu Skarps að prentstofan Örkin sé enn eitt af fórnarlömbum kreppunnar í Þingeyjarsýslum, lán hafa hækkað upp úr öllu valdi, sömuleiðis aðföng í prentverkinu sem nánast öll eru innflutt og samhliða hefur verið samdráttur í verkefnastöðu, ástand sem fjöldi fyrirtækja í landinu glímir við um þessar mundir og sér ekki fyrir endann á því. “Og lítið bólar á bjargráðum ríkisstjórnarinnar í þágu fyrirtækja,” segir Jóhannes ritstjóri á Skarpi. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is