Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2009 10:27

Yfirdrifin orka fyrir álver í Helguvík

Forsvarsmenn Norðuráls sáu ástæðu til að setja tilkynningu inn á heimasíðu sína í gær. Þar er skýrð staða fyrirtækisins gagnvart orkuöflun til nýs álvers í Helguvík, vegna umræðu sem spunnist hefur á síðustu dögum. „Þar hafa margir viðrað þá skoðun að erfitt verði að afla orku fyrir þetta verkefni.  Þær skoðanir virðast flestar byggjast á mjög lítilli gagnaöflun eða þekkingu. Í sumum tilfellum er augljóslega leitast við að gera verkefnið tortryggilegt,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir að fyrirhugaðar orkuframkvæmdir á suðvesturlandi geti gefið allt að 1.500 MW af orku sem er nærri þrefalt meira en þarf fyrir álver í Helguvík, sem þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð eða um 40% af framangreindum áformum. „Í dag liggi fyrir mat á umhverfisáhrifum á virkjunum á Reykjanesi, Hellisheiði og í Þjórsá sem áætlað er að muni skila 760 MW.

„Innifalið í þessari tölu eru ekki virkjanamöguleikar í Gráuhnjúkum og Eldvörpum, þar sem þegar eru til borholur sem skilað hafa mikilli orku.  Talið er að þessi svæði muni skila a.m.k. 100 MW. Að auki gæfi Norðlingaölduveita, sem þegar hefur farið í gegnum umhverfismat, verulega aukna orku til virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá.  Sú orka jafngildir um 80 MW virkjun.  Þá er enn ótalið Krýsuvíkursvæðið sem samkvæmt Rammaáætlun um nýtingu vatnsorku og jarðvarma inniheldur 5 jarðhitasvæði sem hvert um sig gæti gefið um 100 MW eða 500 MW samtals. Við þetta má svo enn bæta við að Landsvirkjun á þó nokkra óselda orku í sínum kerfum í dag,“ segir í tilkynningunni frá Norðuráli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is