Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2009 03:03

Golfbúnaður Valdísar Þóru týndist í flugi

Það blæs ekki byrlega fyrir bestu golfkonu Íslands um þessar myndir, Íslandsmeistaranum Valdísi Þóru Jónsdóttur frá Akranesi, þar sem hún er stödd á Ítalíu að taka þátt í móti í Evrópsku mótaröðinni. Valdís er í vetur við nám í Texas í Bandaríkjunum og á leið sinni þaðan gegnum London kom í ljós að golfsett hennar og reyndar allur búnaður týndist í fluginu. Valdís sem kom til Mílanó sl. sunnudag bíður nú eftir að búnaðurinn komi í leitirnar fyrir mótið, sem er stærsta keppni hennar til þessa, en það byrjar á fimmtudaginn og stendur fram á laugardag. Niðurskurðurinn er eftir keppnina á föstudag, en þá komast 50 golfkonur áfram í mótinu.

Valdísi hefur getað helgað sig golfíþróttinni við fullkomnustu og bestu aðstæður í vetur, þar sem hún er í skólaliðinu við háskóla í Texas. Henni hefur gengið vel á mótum að undanförnu og setur allan sinn metnað í mótið á Ítalíu sem veitir henni mikla reynslu. Valdís Þóra vann sér keppnisrétt á móti í Evrópsku mótaröðinni með því að vinna mót í Faldó-mótaröðinni hér í fyrra, sem gaf henni rétt til þátttöku í sömu mótaröð á móti í Brasílíu. Þar gerði Valdís sér lítið fyrir, var með besta skor kvenna á mótinu og öðlaðist þar með keppnisrétt í Evrópsku mótaröðinni. Þar var Ítalía efst á óskalistanum hjá Valdísi Þóru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is