Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2009 06:45

Ljóðabók frá Uppheimum hlaut Tómasarverðlaunin

Eyþór Árnason
Í dag fékk ljóðabókin, „Hundgá úr annarri sveit,“ eftir Eyþór Árnason, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Formlegur útgáfudagur bókarinnar var einnig í dag, en þetta er þriðja árið í röð sem nýir ljóðahöfundar bóka hjá bókaforlaginu Uppheimum á Akranesi fá Tómasarverðlaunin. Magnús Sigurðsson fékk verðlaunin í fyrra og Ari Jóhannesson í hitteðfyrra. Bókmenntaverðlaunin voru veitt af  Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóri í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu síðdegis í gær.  Höfundurinn Eyþór Árnason er þekktastur fyrir störf sín fyrir sjónvarp, en hann er kominn af kunnum hagyrskum ættum norðan úr Skagafirði. Í samtali við Skessuhorn sagði Eyþór að þetta hefði komið sér skemmtilega á óvart.

„Ég er glaður og auðmjúkur og finnst þetta mikill heiður.“ Aðspurður sagðist Eyþór lengi hafa dundað sér við að skrifa, en það verið ákaflega óskipulagt. „Þetta er eiginlega tvískipt hjá mér, það sem hefur dottið inn í dagsins önn og það sem ég hef verið að dunda mér við á kvöldin. Þetta er hvatning frekar en hitt, en maður veit annars ekkert hvað framtíðin ber í skauti,“ sagði Eyþór í tilefni Tómasarverðlaunanna.

 

Hundá úr annarri sveit hefur að geyma ljóð í óhefðbundnu formi og eru efnistök hin fjölbreyttustu. Í kynningu á bókarkápu segir m.a. um það að lesa bókina:  “..ekki ólíkt því að fara með veiðistöng út í íslenska náttúru og renna fyrir silung. Ljóðmálið streymir fram eins og tært vatn, lesandinn finnur fyrir nærveru fiska undir niðri og kastar út agninu. Að sjálfsögðu bítur á og smám saman hleðst aflinn upp á bakkann. En eins og í öllum góðum veiðiferðum er það ekki aflinn sem mestu máli skiptir, heldur ferðin sjálf og snertingin við umhverfið, náttúruna.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is