Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2009 11:55

Þrjátíu og tvö hjúkrunarrými verða líklega byggð í Borgarnesi

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila félags- og tryggingamálaráðherra að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012 í níu sveitarfélögum. Um 200 þessara rýma á að taka í notkun í staðinn fyrir fjölbýlisrými, þannig að af þessum 361 verða um 160 ný hjúkrunarrými. Alls verða 224 af þessu 361 hjúkrunarrými byggð í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og þar af 32 rými við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar framkvæmastjóra DAB hafa fulltrúar þessara níu sveitarfélaga sem hlut eiga að máli verið boðaðir á fund í ráðuneytinu á morgun klukkan 14. Björn Bjarki segir að eftir sé að fá á hreint væntanlegt leiguverð.

Byggingarframkvæmdirnar verða fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði en breyta þarf lögum til að heimila sjóðnum að veita 100% lán til byggingar hjúkrunarheimila með fjörutíu ára lánstíma og með 4,6% vöxtum. Forsenda þess að viðkomandi sveitarfélög fái lán til framkvæmdanna verði að þau hafi gert samning við fjármála- og félagsmálaráðuneytið um leigugreiðslur til fjörutíu ára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is