Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2009 10:32

Auka bæjarstjórnarfundur vegna líkamsræktar

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og varla verður annað sagt en sú hafi orðið reyndin í Grundarfirði á dögunum. Þá var boðað til aukabæjarstjórnarfundar vegna þess að deildar meiningar voru í bænum um leigu á húsnæði í eigu bæjarins fyrir líkamsræktarstöð. Reyndar mun það hafa gert málið viðkvæmara en ella að einn bæjarfulltrúi, Þórey Jónsdóttir átti hlut að máli, fékk húsnæðið að lokum leigt undir líkamsræktarstöðina ásamt manni sínum Ásgeiri Ragnarssyni. Þórey er einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem er í meirihluta í Grundarfirði.

Nýja líkamsræktarstöðin verður í 88 fermetra húsnæði í kjallara íþróttahússins og þar til hliðar er félagsmiðstöð unglinga í Grundarfirði. Umsögn lá fyrir frá öllum aðilum er málinu tengdust en foreldrar óskuðu eftir fundi um málið. Þá gerðist það að Þórður Magnússon einn bæjarbúa, sem reyndar er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór af stað með undirskriftasöfnun þar sem lýst var fylgi við leigusamning þeirra Þóreyjar og Ásgeirs á væntanlegu húsnæði fyrir líkamsræktarstöðina. Safnaði Þórður þar 170 undirskriftum á innan við þremur tímum, að hans sögn. Fulltrúar L-lista minnihlutans í bæjarstjórn töldu að þar væri um upphlaup Þórðar að ræða og málið sett í þann farveg innan bæjarstjórnarinnar að aukabæjarstjórnarfund þurfti til að afgreiða það í lok síðustu viku.

 

Þórður Magnússon sagði í samtali við Skessuhorn að undirskriftasöfnunina hafi hann framkæmt í góðri trú sem almennur bæjarbúi. Hvernig þetta mál hafi þróast hvetji sig ekki til frekari afskipta af pólitík, hún geti verið mannskemmandi.

 

Þess má að lokum geta að tillaga um leigusamning fyrir líkamsræktarstöð í kjallara íþróttahússins var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn síðastliðinn föstudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is