Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2009 12:02

Miklar skipulagsbreytingar í knattspyrnumálum á Akranesi

Framundan eru miklar skipulagsbreytingar í knattspyrnumálum á Akranesi. Fjölmennur kynningarfundur á tillögum þessa efnis var haldinn á Jaðarsbökkum fimmtudaginn 1. október síðastliðinn. Gísli Gíslason formaður Rekstrarfélags Knattspyrnufélags ÍA segir að tillögurnar hafi fengið góðan hljómgrunn meðal fundarmanna og að samþykkt hafi verið að fela stjórn félagsins að leggja fram nauðsynlegar tillögur á aðalfundi á grundvelli tillagnanna. Formlega koma þær því ekki til framkvæmda fyrr en að framgengnum lagabreytingum og samþykktum aðalfundar ÍA en aðalstjórn félagsins mun boða til þess fundar innan tíðar.

Í samtali við Skessuhorn sagði Gísli að megintilgangurinn með skipulagsbreytingunum væri að efla yfirsýnina á starfi félagsins, bæði framkvæmdastjórnina, fjárhaginn og félagslega þáttinn.

Verði nú horfið meira til fjárhagslegs skipulags félagsins eins og það var fyrir árið 2000. Síðustu árin hafi í raun þrjú knattspyrnufélög verið starfandi innan ÍA, hvert með sinn efnahagsreikning. Nú verður einn sameiginlegur reikningur með einn framkvæmdastjóra, en áður var aðeins meistaraflokkur og 2. flokkur karla með fastan stafsmann. Skipulagstillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að félaginu verði skipt í tvö svið. Það er afrekssvið sem meistaraflokkur, 2. flokkur og 3. flokkur karla og kvenna tilheyra og uppeldissvið sem yngri flokkar félagsins falla undir.  

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is