Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2009 09:32

Snæfellsstúlkur sigruðu Val í fyrsta leik haustsins

Snæfellstúlkur léku fyrsta leik sinn í Icelandic Expressdeildinni í gærkveldi. Þær sóttu þá Val heim að Hlíðarenda og sigruðu 63:59 í jöfnum og skemmtilegum leik. Valur hafði yfir eftir fyrsta hluta 17:12. Snæfelli tókst að jafna 19:19, en Valsstúlkur leiddu engu síður í leikhléi 33:29. Kristen Green ásamt þeim Gunnarsdætrum Berglindi og Gunnhildi voru atkvæðamestar í fyrri hálfleik. Í stöðunni 37:35 skellti Sara Sædal einum ísköldum þristi og þar með komst Snæfell yfir í leiknum og gaf þetta tóninn fyrir góðan leikkafla þar sem Snæfell komst í 39:45. Valsstúlkur náðu að rétta úr kútnum í fjórða leikhluta og jafna 50:50 og voru liðin að skiptast á í forystuhlutverkinu út síðasta hlutann, allt fram á síðustu tvær mínútur leiksins að Snæfell tók völdin og kláraði leikinn 59:63.

Kristen Green var með 16 stig fyrir Snæfell og fimm stoðsendingar. Gunnhildur 14 stig, Berglind 13 og 5 fráköst, Hrafnhildur og Sara Sædal 7 stig hvor, Björg Guðrún 3, Rósa 2 og Unnur Lára 1 stig. Helga Hjördís kom inn af bekknum en Ellen, Erna og Hildur Björg spiluðu ekki í þetta sinn. Stórkostlegur sigur hjá góðum hópi í fyrsta leik.

 

Í frétt í Skessuhorni í vikunni yfirsást blaðamanni með þennan fyrsta leik á Hlíðarenda. Leikur Snæfellsstúlkna gegn Njarðvík í Hólminum á laugardaginn er því annar leikur liðsins í deildinni en ekki sá fyrsti. Beðist er velverðingar á þessum mistökum.

 

Heimild: www.snæfell.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is