Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2009 11:03

Pósthúsinu á Hellissandi lokað

Pósthúsinu á Hellissandi verður lokað á morgun, föstudaginn 16. október. Er það gert í hagræðingarskyni að því að fram kemur í bréfi til íbúa sem Hannes Guðmundsson yfirmaður pósthúsasviðs skrifaði. Íbúar á Hellissandi, í Rifi og næsta nágrenni þurfa hér eftir að sækja póstþjónustu til Ólafsvíkur en landpóstur mun fara um Hellissand á sama hátt og gert er í smærri byggðarlögum eins og Borgarfirði eystra, Flúðum og Bakkafirði. Lokun pósthússins leiddi ekki til uppsagna starfsfólks en á Hellissandi hefur einn starfsmaður verið frá Íslandspósti í 40% starfshlutfalli og flyst hann nú til starfa í Ólafsvík.

Þessi breyting þýðir þó ekki að íbúar hætti að fá póst eða geti ekki lengur sent frá sér póst, segir í bréfi Íslandspósts til íbúa. Þar segir að íbúar fái hér eftir þjónustu með starfsmanni sem sinnir íbúum frá pósthúsinu á Ólafsvík. “Það má skipta þjónustuhlutverki Íslandspósts í tvo hluta, móttökuhluta og dreifingarhluta.  Í móttökuhluta fer fram móttaka á bréfum og sendingum frá íbúum á þjónustusvæðinu, en í dreifingarhluta fer fram útburður á  bréfum og sendingum til íbúa á þjónustusvæðinu. Hlutverk starfsmannsins sem mun sinna Hellissandi verður því tvíþætt.  Hann mun bæði sjá um móttökuhlutann og dreifingarhlutan og mun því sinna nær allri þeirri þjónustu sem boðið er upp á í póstafgreiðslu,” segir í bréfinu. Þar segir að reynslan af þessu fyrirkomulagi sé góð og flestir viðskiptavinir séu fljótir að tileinka sér þessar breytingar og eru jafnvel ánægðari með þjónustuna en áður.  “Þar sem landpóstur fer í fyrirtæki er jafnvel möguleiki fyrir íbúa að fá afhentar skráðar sendingar á vinnustað. Fyrirkomulagið verður á þann veg að póstur til dreifingar fer frá Ólafsvík og fer dreifing fram á milli ca. kl. 10:00 og 15:00.  Hægt er að ná starfsmann í síma 825–1147 ef óskað er eftir að póstleggja bögglasendingu og verður hann með sjóð og greiðsluposa.  Póstur sem póstlagður er, fer síðan seinnihluta dags til Ólafsvíkur til vinnslu og frágangs.”

Póstkassi verður áfram við gamla pósthúsið á Hellissandi og einnig verður settur upp póstkassi við verslunina Virkið, Hafnargötu 11 Rifi, sem tæmdir verða alla virka daga. Frímerki verða til sölu í Hraðbúð Esso v/Útnesveg og í Versluninni Virkinu í Rifi. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is