Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2009 10:58

Kallar bloggsíðu Egils mestu ritsóðasíðu sem þekkist

Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis skrifar grein á vefsíðu sína, sturla.is, nú í vikunni þar sem hann ræðir um áhrif bloggfærslna á netinu og persónuníð sem þar viðgengst. Vísar hann í upphafi í frétt Fréttablaðsins þar sem fjallað er um hversu erfitt það er að loka á persónuníð á netinu. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru Persónuvernd og dómsmálaráðuneyti að skoða leiðir til enn hertari aðgerða til að bæta persónuvernd á netinu.  Segir hann frá því þegar fjarskiptalög voru sett árið 2003 hafi hann sem ráðherra þurft að sæta árásum frá þeim sem andsnúnir voru því að lögfesta þá skyldu að allar tölvur tengdar neti væru skráðar IP tölu. Síðan færir Sturla í tal bloggið á vefmiðlum í dag og segir það hafa umbreytt allri umræðu í samfélaginu og skapað mikla nánd þegar kemur að því að koma á framfæri skýrum skilaboðium um menn og málefni.

“Og í flestu tilliti er bloggið jákvætt og virkjar þá sem skrifa skýran texta og eru viljugir að taka opinbera afstöðu.”

Síðar segir hann: “En það er að finna mjög dökkar hliðar á þessum miðli þegar blogginu er beitt með óforsvaranlegum hætti. Það er  ekki hirt um að fara rétt með og það er ýtt undir illmælgi og rógburð og réttu máli hallað af áhrifamiklum fjölmiðlamönnum og þekktum bloggurum. Þar gildir að veldur hver á heldur.”

 

Sturla gagnrýnir harðlega bloggsíðu sem Egill Helgason fjölmiðlamaður og starfsmaður RUV heldur úti og er rækilega auglýst á vef Ríkisútvarpsins. “Engir aðrir vefmiðlar eru kynntir með þessum hætti á heimasíðu hins óháða ríkisfjölmiðils RÚV. Allt væri þetta gott og blessað ef þessi bloggsíða tengdist eingöngu þeim þáttum sem þessi áhrifamikli fjölmiðlamaður stjórnar hjá RÚV. Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best“ upp í því að ráðast að nafngreindum  mönnum  og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa.”

 

Að lokum segir Sturla í pistli sínum: “Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil.”

 

Sjá grein Sturlu Böðvarssonar: HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is