Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2009 12:05

Mynduðu mennskan rauðan kross

Félagar í Akranesdeild RKÍ og aðrir bæjarbúar komu saman á Merkurtúninu í gær og mynduðu Rauða kross merkið sem síðan var myndað úr lofti. Þangað var öllum rauðklæddum stefnt. Með þessu framtaki var undirstrikað mikilvægi samhjálpar og aðstoðar en þessa viku stendur Rauðakrossvikan yfir um allt land. Hér á Vesturlandi er skipulögð dagskrá hjá samtals fimm RKÍ deildum; Akranesdeild, Borgarfjarðardeild, Snæfellsbæjardeild, Stykkishólmsdeild og Búðardalsdeild. Meðal þess sem gert er þessa vikuna er skráning í Liðsaukaverkefnið, en það gengur út á að safna eitt þúsund sjálfboðaliðum um land allt á skrá til aðstoðar á tímum áfalla. Leitað var að fólki, 18 ára og eldri, sem hafði áhuga á mannlegum samskiptum og var tilbúið að leggja sitt að mörkum ef á reynir.

Verkefnin gætu til dæmis verið símsvörun, skráning upplýsinga, barnagæsla, eldamennska, túlkastörf eða einfaldlega að vera til staðar og veita stuðning og hlýju.

 

Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns hefur söfnun fólks í Liðsaukaverkefnið gengið mjög vel það sem af er vikunni, en því lýkur á morgun, laugardag.

 

Sjá nánar um dagskrá RKÍ vikunnar á baksíðu Skessuhorns vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is