Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2009 10:05

Sláturtíð gengur vel norðan heiða

Um 45 þúsund fjár úr Borgarfirði, Dölum og af Snæfellsnesi er slátrað þetta haustið hjá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og Sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Meðalþungi dilka á Sauðárkróki það sem af er sláturtíð er 300 grömmum lægri en á sama tíma í fyrra en á Hvammstanga snýst þetta við því fallþunginn er nú 370 grömmum meiri þar en í fyrra.

Edda Þórðardóttir skrifstofustjóri KS á Sauðárkróki segir að féð í haust komi frá um 80 bændum af Vesturlandi. “Fallþunginn í ár er aðeins lægri en á sama tíma í fyrra. Þegar fimm viku voru búnar af sláturtíð var meðal fallþungi dilka 15,9 kíló en var 16,2 kíló á sama tíma í fyrra. Þó ber að taka fram að á sama tíma í fyrra voru sex vikur liðnar af sláturtíð eða einni viku meira en núna.” Edda segir fallþunga eftir héruðum ekki vera aðgreindan hjá fyrirtækinu og því hafi hún ekki þann samanburð.

 

 

Sláturtíðin á Sauðárkróki og Hvammstanga hófst viku af september og stendur út október, eða í átta vikur. Edda segir flutninga sláturfjár til Sauðárkróks hafa gengið mjög vel það sem af er hausti og sömuleiðis sjálfa slátrunina. “Við erum nú búin að slátra 67 þúsund fjár. Afsetning afurða gengur líka vel og þar skiptir sala á erlenda markaði miklu máli.” Hún segir ráðningu starfsfólks hafa gengið ágætlega en meirihluti starfsmanna í sláturtíðinni er útlendur. “Í Kjötafurðastöð KS vinna 145 manns í sláturtíð og að auki ellefu manna hópur við sviðavinnslu hjá KS í Búðardal. Af þessum hópi eru um hundrað útlendingar og koma þeir fra Póllandi, Svíþjóð og Nýja-Sjálandi,” sagði Edda Þórðardóttir.

 

Hærri meðalvigt á Hvammstanga

Hjá Sláturhúsi KVH ehf. á Hvammstanga varð Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri fyrir svörum. Hann segir að 101 bóndi af Vesturlandi hafi látið slátra hjá þeim í fyrra og nú í haust sé fjöldinn svipaður. Í fyrra var slátra 22-23 þúsund fjár af Vesturlandi á Hvammstanga en fjöldinn núna gæti orðið ríflega það. Samtals er slátrað hjá KVH 75-80 þúsund fjár í haust. Magnús Freyr segir að það sem af er sláturtíð nú sé fallþunginn 370 grömmum meiri en hann var í fyrra, eða 16,9 kíló.  Um 120 manns starfa við sláturhúsið á Hvammstanga, en ekki allir í fullu starfi þannig að stöðugildi eru um eitt hundrað. Vel gekk að manna í hauststörfin, en af þessum 120 starfsmönnum koma 65 frá Póllandi og fjórir frá Nýja Sjálandi. Magnús segir flutninga í haust hafa gengið mjög vel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is