Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2009 07:13

Naumt tap hjá ÍA í baráttuleik

Skagamenn sem leika í 1. deildinni í körfunni heimsóttu Ármann í Laugardalshöll á laugardaginn í 2. umferð. Um hörkuleik var að ræða og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Akranespiltar spiluðu ekki vel í fyrstu tveimur leikhlutunum en þrátt fyrir það munaði ekki nema sjö stigum í hálfleik og heimamenn leiddu 39 - 31.  Það koma allt annað Skagalið inn á í síðari hálfleik og um miðjan 3. leikhluta voru Skagadrengir komnir 43 - 46 yfir eftir góðan kafla hjá þeim. Þegar síðasta leikhlutinn hófst var staðan 45 - 50 fyrir ÍA.  Eftir það var leikurinn æsispennandi og liðin skiptust á um að leiða.  Þegar þrjár mínútur lifðu leiks var staðan 56 - 59 fyrir Skagamenn en heimamenn jöfnuðu og komust 62 - 59 yfir. Skaginn skoraði næstu tvær körfur og leiddu 62 - 63, Ármann fer í sókn og einn leikmaður þeirra keyrir inn í vörnina og Dagur Þórisson fær á sig sína 5. villu.

Þarna töldu gestirnir að um kolrangan dóm hafi verið að ræða og í eðlilegri dómgæslu hefði átt að dæma ruðning. Heimamenn skora næstu 5 stig og voru komnir 67 - 63 yfir en Halldór Gunnar Jónsson hélt smá lífi í þessu með þriggja stiga körfu og staðan 67 – 66. Ármanni mistókst í næstu sókn og Skagaliðið hafði 18 sekúndur til að komast yfir. Þegar 7 sekúndur voru eftir fékk Snorri Elmarsson boltann og tók skot sem geigaði en klárlega var brotið á honum en annars ágætir dómarar leiksins dæmdu ekkert! Heimamenn settu svo niður eitt víti og fögnuðu 68 - 66 sigri. 

Skagaliðið sýndi í þessum leik að það getur þetta alveg, en liðið byrjaði illa. Vörnin var fín í þessum leik en sóknin var á köflum óskipulögð.  Halldór Gunnar Jónsson átti góðan dag og setti niður 27 stig, Trausti Freyr Jónsson átti einnig fínan leik og skoraði 9 stig, Dagur Þórisson spilaði góða vörn og tók 8 fráköst. Þá kom Birkir Guðjónsson með góða innkomu í öðrum leikhluta og setti niður 6 stig.

 

Næsti leikur liðsins er á næsta föstudag kl: 19:15 á Jaðarsbökkum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is