Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2009 08:05

Votviðrasöm en góð Sauðamessa

Mannfjöldi í kringum Skallagrímsrétt.
Gestir Sauðamessu, sem fram fór á laugardaginn í Borgarnesi, létu úrhellisrigningu ekkert á sig fá. Borgfirðingar og gestir þeirra nutu dagsins, hittu annað fólk, fylgdust með dagskrá og þáðu þjóðlegar veitingar. Ef hugarfarið er rétt skiptir veðrið ekki öllu máli, eða eins og Jón á Kópareykjum, fjallkóngur og réttarstjóri messunnar orðaði það í Skallagrímsrétt: “Ég hef aldrei blotnað svo mikið að ég hafi ekki þornað aftur.”  Áætlað er að á annað þúsund gestir hafi mætt á viðburði dagsins. Dagskráin hófst með fjárrekstri frá dvalarheimilinu og niður í rétt rétt við Skallagrímsgarð. Þar tók við keppni í fjárdrætti og fleiri leikjum útrásarvíkinga fyrr og nú. Raftarnir, bifhjólafjelag Borgarfjarðar, buðu upp á íslenska kjötsúpu og veittu ríflega öllum þeim sem vildu. Ríflega þúsund skammtar af súpu runnu ljúflega niður og yljuðu gestum. Í Skallagrímsgarði var skemmtidagskrá og sölutjöld þar sem markaður var með vörur tengdar sauðkindinni og sitthvað fleira.

Sjá ítarlegri frétt og fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is