Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2009 09:05

Vestlendingar sigursælir á glímumótum

Keppni í 12-13 ára flokki drengja. Ljósm. KI.
Fyrsta umferð í Icelandair meistaramótaröðinni í glímu fór fram á laugardaginn á Jaðarsbökkum á Akranesi. Þar bar hæst að Pétur Eyþórsson og Sólveig Rós Jóhannsdóttir sigruðu bæði tvöfalt í sínum flokkum. Sólveig Rós keppir sem fyrr fyrir Glímufélag Dalamanna og sigraði hún bæði opinn flokk kvenna og +65 kg. flokk. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir einnig úr GFD varð þriðja í báðum flokkum. Í -80 kg flokki unglinga varð Hermann Jóhann Bjarnason GFD þriðji.  Á laugardagainn var einnig keppt í sveitaglímu 15 ára og yngri á Akranesi. Þar áttu tvö félög af Vesturlandi þátttakendur, Glímufélag Dalamanna sem hafnaði í þriðja sæti í stigakeppni félaga og Umf. Skipaskagi sem varð í fjórða sæti.  Í stigakeppninni sigraði hins vegar HSK og glímufélagið Hörður varð í öðru sæti. Alls tóku níu lið þátt á mótinu.

Meðal úrslita má nefna að Íslandsmeistari í flokki stráka 10-11 ára, -42 kg flokki varð Guðmundur Kári Þorgrímsson, GFD. Á mótinu eignaðist Umf. Skipaskagi einnig tvo Íslandsmeistara. Jófríður Ísdís Skaptadóttir sigraði örugglega í flokki stúlkna 10-11 ára en þar varð Ragnheiður Hulda Jónsdóttir GFD þriðja og Stefanía Anna Vilhjálmsdóttir GFD í 4.-5. sæti. Arnór Már Grímsson Umf. Skipaskaga sigraði í -68 kg flokki drengja 14-15 ára og varð þar með Íslandsmeistari. Í flokki sveina 12-13 ára, +55 kg flokki sigraði Guðbjartur Rúnar Magnússon GFD. Skagamaðurinn Guðmundur Bjarni Björnsson varð annar og Arnar Harðarson þriðji.  Í telpnaflokki 12-13 ára, -55 kg varð Sunna Björk Karlsdóttir GFD í öðru sæti, en Anna Kolbrún Lárusdóttir Umf. Skipaskaga fjórða. Alexandra Rut Jónsdóttir GFD varð þriðja í flokki telpna 12-13 ára, +55 kg flokki.

Í sveitakeppni drengja 14-15 ára hafnaði sveit Skipaskaga í öðru sæti. Í sveitakeppni pilta 12-13 ára sigraði sveit Dalamanna en lið Skipaskaga varð í þriðja sæti. GFD varð í þriðja sæti í flokki stráka 10-11 ára og stúlkur úr GFD urðu í öðru sæti í flokki 12-13 ára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is