Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2009 10:27

Karlalið Snæfells fær fljúgandi start í deildinni

Karlalið Snæfells vann í gærkvöldi góðan sigur á Breiðabliki í Smáranum í Kópavogi, 81:62.  Snæfell byrjaði ekki nógu vel í leiknum í gær. Breiðablik var með fjögurra stiga forustu eftir fysta leikhluta. Snæfell hrökk af stað í öðrum hluta og fóru Hlynur, Jón Ólafur og Sigurður fyrir sínum mönnum. Snæfell var 11 stigum yfir í hálfleik, 40:29.  Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða sýndu gestirnir hverjir völdin höfuðu. Á meðan Blikar settu niður fimm stig á sjö mínútum skoruðu Snæfellingar 17 og gerðu út um leikinn. Lokatölur eins og áður segir 62:81.

Hlynur Bæringsson átti fantaleik og virðist vera í fínu formi eins og fleiri í liði Snæfells. Hann skoraði 18 stig, tók 21 frákast og gaf  sjö stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson var heitur og raðaði niður 26 stigum. Sigurður Þorvaldsson átti einnig fína spretti, skoraði 13 stig og tók níu fráköst. Næstir komu Páll með sex stig og Emil með fimm. Þá skorðu þeir Sveinn, Gunnlaugur og Egill allir sín þrjú stigin og  Pálmi og Guðni voru með tvö. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is