Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2009 09:05

Selló og harpa á tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar

Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari koma fram á tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Borgarneskirkju næstkomandi sunnudag, 25. október, klukkan 20:00.  Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en þar verða meðal annars flutt verk eftir Bach, Boccherini, Dvorák, Glinka, Rachmanioff og Tournier.  Gunnar Kvaran hóf tónlistarnám í Barnamúsíkskólanum þar sem kennari hans var Dr. Heinz Edelstein. Síðar stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Einari Vigfússyni og við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem kennari hans var prófessor Erling Blöndal-Bengtsson. Framhaldsnám stundaði hann hjá prófessor Reine Flachot í Basel.  Hann hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík í meira en aldarfjórðung og var ráðinn prófessor við tónlistardeild Listaháskóla Íslands haustið 2005. Hann stundar auk fastra starfa umfangsmikið tónleikahald bæði heima og erlendis. 

Elísabet Waage stundaði nám í píanó- og hörpuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk píanókennaraprófi þar.  Hún stundaði framhaldsnám í hörpuleik við Konunglega Tónlistarháskólann í den Haag í Hollandi og lauk þar einleikara-og kennaraprófi árið 1987. Að loknu námi bjó og starfaði Elísabet í Hollandi. Hún var þó tíður gestur hér á landi og hélt tónleika í báðum löndum, auk margra annara Evrópulanda.  Hún hefur spilað í kammermúsíkhópum, sinfóníuhljómsveitum og komið fram sem einleikari. 

Elísabet Waage hefur verið hörpukennari við Tónlistarskóla Kópavogs síðan haustið 2002.

Gunnar og Elísabet hafa starfað saman um langa hríð.  Þau gáfu út geisladisk  árið 2004 hjá Zonet útgáfunni. Þar er að finna ýmsar perlur meðal annars Svaninn eftir Saint Saëns en hann verður einmitt fluttur í lok tónleikanna í Borgarneskirkju.

Árlegir aðventutónleikar Tónlistarfélagsins verða svo í Reykholtskirkju laugardaginn 28. nóvember. Graduale Nobili kórinn flytur aðventutónlist undir stjórn Jóns Stefánssonar.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is