Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2009 07:05

Slógu þrjár flugur í einu höggi

„Þetta var frábær dagur og ég held að megi segja að allt hafi heppnast mjög vel. Okkur gekk meira að segja merkilega vel að leyna síðasta atriðinu. Það voru langflestir sem hváðu við og sýndu undrun þegar séra Eðvarð sagði að nú væri skírnarathöfnin búin og nú færi hann beint inn í giftingarathöfnuna,“ segir Hjördís Garðarsdóttir ung Skagakona. Síðastliðinn sunnudag hélt Hjördís upp á 30 ára afmæli sitt, auk þess að hún og maður hennar Guðjón Hólm Gunnarsson skírðu frumburð sinn og gengu síðan í það heilaga. Í samtali við Skessuhorn sagði Hjördís að þegar þau ákváðu skírnina á drengnum sem fæddist 12. ágúst síðastliðinn hafi komið í ljós að þessi dagur bæri einmitt upp á dag hjónabandsins. Þess vegna hafi Valdimar Indriðason starfsmaður Akraneskirkju spurt hvort þau ætluðu að gera eitthvað fleira þennan dag.

„Ég sagði nei, en sagði svo Guðjóni manninum mínum hvaða dagur þetta væri og þá var það sem hann kom með þá hugmynd að við drifum bara í giftingunni þennan dag. Við höfum aldrei verið lengi að ákveða hlutina, erum búin að vera saman í tæp tvö ár og byrjuðum að búa saman bara viku eftir að við kynntumst,“ segir Hjördís, en þess má geta að þau Hjördís og Guðjón starfa bæði á vinnustað þar sem fólk þarf oft að bregðast snöggt við. „Við stöfum bæði hjá Neyðarlínunni og kynntust einmitt í gegnum vinnuna.“

 

Skírnar- og giftingarathöfnin fór fram í Steinasafninu að Görðum og á eftir var kaffisamsæti í Safnaskálanum. Í athöfnina og afmælisveisluna mættu um 60 af nánustu skyldmennum og vinum þeirra Hjördísar og Guðjóns Hólms. Það var séra Eðvarð Ingólfsson sem framkvæmdi skírnina og giftinguna. Drengurinn litli var skírður Daníel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is