Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2009 12:30

Eftirlitsnefndin tók ekki tillit til tekna menntaskólahúss

“Vegna frétta um að skuldbindingar Borgarbyggðar vegna Mennta- og menningarhúss séu 1,8 milljarður er afar mikilvægt að fram komi að þarna er rætt um brúttóskuldbindingar. Á fjárlögum er gert ráð fyrir ríflega 40 milljóna árlegri leigugreiðslu vegna Menntaskóla Borgarfjarðar og til viðbótar þarf að reikna leigu vegna annarrar útleigu og notkunar hússin,” segir Torfi Jóhannesson formaður stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar og sveitarstjórnarfulltrúi. Fréttir þessa efnis hafa birst að undaförnu í kjölfar erindis eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Kemur þar fram að nokkur sveitarfélög á landinu eru í fjárhagslegri erfiðri stöðu og þurfa að leggja fram gögn um fjárhagsstöðu sína til nefndarinnar. Þar á meðal eru sveitarfélögin Grundarfjörður og Borgarbyggð hér á Vesturlandi.

“Þeir sem hafa áhuga geta reiknað út hversu mikið 40-45 milljóna árleg leiga gerir á 35 ára tímabili á móti þessum skuldbindinum. Niðurstaðan fer eftir aðferðafræði en er í engum tilvikum ógnvekjandi. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur hins vegar ekki tekið tillit til mótframlags ríkisins sem er miður. Það sem skiptir máli fyrir sveitarsjóð Borgarbyggðar er ekki brúttóskuldbindingar heldur nettóskuldbindingar,” segir Torfi.

Hann segir að frá upphafi hafi verið reiknað með að hlutur Borgarbyggðar í þeim hluta mennaskólahússins, sem er notaður fyrir skólastarf, væri 40% af stofnkostnaði, rétt eins og gerist með alla aðra framhaldsskóla. Þannig tekur Borgarbyggð t.d. þátt í húsnæðiskostnaði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hins vegar segir hann að reiknað hafi verið með um 80% kostnaðarhlutdeild í þeim hluta hússins sem flokkast sem Menningarhús. “Þetta hefur í öllum megindráttum gengið eftir, þótt efnahagslegt hrun íslenska hagkerfisins hafi vissulega raskað þessum áætlunum eins og öðrum. Verið er að leita leiða við að lækka greiðslubyrðina a.m.k. tímabundið og töluverðar líkur eru á að það takist. Til lengri tíma litið verður Mennta- og menningarhúsið ekki baggi á sveitarsjóði en heldur glæsilegur rammi utan um mennta- og menningarstarf í Borgarbyggð,” segir Torfi að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is