Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2009 01:42

Fækkun hjá embættum sýslumanna mun skerða þjónustuna

Sameiningu sýslumannsembætta í sjö víðsvegar um landið, sem taka átti gildi um næstu áramót, hefur verið slegið á frest. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að tíminn hafi verið of naumur til að ráðast í þessar breytingar, sem vinna verði í samvinnu við embættin í landinu. Ekki voru komnar fram neinar tillögur um hvernig sameiningunni yrði háttað. Áfram er þó unnið að sameiningu lögregluembætta og héraðsdómsstóla. Sú vinna var lengra komin og er mat ráðherra að þar verði embætti sameinuð á næstunni, enda nauðsynlegt í þeim niðurskurði sem framundan er í ríkisútgjöldum.

Stefán Skarphéðinsson sýslumaður Borgfirðinga segir að sér lítist illa á allar kerfisbreytingar sem gerðar eru á tímum óvissu og óstöðugleika eins og nú er. Fyrst og fremst verði þá að liggja fyrir hvernig eigi að standa að sameiningunni og hvar þessi embætti eigi að vera staðsett. Þá er sýslumannsembættum í landinu gert að skera niður um 10% á næsta ári.

„Þetta er viðkvæm nærþjónusta sem snertir ekki bara fólkið sem leitar þjónstu hjá okkur heldur líka starfsfólkið. Það sem ég óttast er atgervisflótti frá embættunum núna einmitt á þeim tíma sem ítrekað er að þurfi að halda í mannauðinn.“ Aðspurður segir Stefán að erfitt og nánast óframkvæmanlegt verði að framkvæma 10% niðurskurð á næsta ári án þess að það skerði þjónustuna, enda komið að þolmörkum. „Við verðum að fá leiðsögn frá ráðuneytinu í því hvar á að draga úr þjónustunni. Það segir sig sjálft að þegar segja þarf upp og fækka fólki, þá kemur það einhversstaðar niður. Þeir sem eftir eru komast ekki yfir að sinna öllum verkefnunum,“ segir Stefán Skarphéðinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is