Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2009 02:13

Mikið um skyndilokanir

Í gær tók gildi bann við línuveiðum í Hvalfirði og annað á Kiðeyjarsundi út af Stykkishólmi. Ástæðan er mikið af smáfiski í afla báta. Þorsteinn Sigurðsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir óvenju mikið hafa verið um skyndilokanir í þessum mánuði, sérstaklega í Breiðafirði. Allar skyndilokanir utan ein í þessum mánuði eru við línuveiðum. „Það sem af er þessu ári hefur 170 skyndilokunum verið beitt vegna smáfisks en mest höfum við séð yfir 200 skyndilokanir á ári,” segir Þorsteinn. Hann segir skyndilokanir aðeins einn lið í mörgum til að vernda ókynþroska smáfisk í þeirri von að stækka fiskistofna. Þorsteinn segir engin dæmi um kynþroska undirmálsfisk í þeim sýnum sem tekin hafi verið við Vesturland að undanförnu en sjómenn hafa nokkuð oft bent á að kynþroska undirmálsfiskur sé að veiðast við landið. Þorsteinn segir slíkt af og frá í þessum tilfellum. „Þetta er allt þriggja og fjögurra ára ókynþroska fiskur,” segir hann.

 

 

„Lokunin í Hvalfirði í gær var byggð á sýnum sem tekin voru úr afla báts sem landaði á Akranesi. Þá kom í ljós að 45% þorsks í aflanum var undirmálsfiskur og 35% ýsunnar. Starfsmenn Fiskistofu tóku sýnin við löndun. Hins vegar voru eftirlitsmenn um borð í bátnum sem var á veiðum á Kiðeyjarsundi og þar voru 77% aflans þar undirmálsfiskur. Venjulega standa skyndilokanirnar yfir í tvær vikur. Komi hins vegar í ljós að ástandið hafi ekki breyst er gildistími þeirra framlengdur.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is