21. október. 2009 04:05
 |
Frá sýningunni í Grundarfirði. Ljósm. þsk. |
Síðastliðinn laugardag var haldin héraðssýning á lambhrútum á Snæfellsnesi. Sýningin var haldin í tvennu lagi, bæði að Mýrdal og að Bergi við Grundarfjörð. Ástæða þess er sú að sauðfjárveikivarnargirðing skiptir svæðinu í tvö hólf. Byrjað var í Mýrdal snemma, eða fyrir almennan fótaferðatíma Kolhreppinga, enda mættu þar ekki nema 18 hrútar til sýningar en það eru þó fleiri er mættu á síðasta ári. Þar byrjuðu þeir félagar Lárus Birgisson og Jón Viðar Jónmundsson að þukla hrútana. Eftir hádegi hófst svo sýningin í reiðhöllinni að Bergi og voru þar saman komnir 65 hrútar og að minnsta kosti annað eins af fólki og því mikil stemning í höllinni. Hrútunum er skipt í þrjá hópa; Hyrndir hvítir en þar mættu 49 hrútar, Kollóttir hvítir þar sem 15 mættu og svo voru það 18 mislitir og einn ferhyrntur, en þeir kepptu saman í flokki.
Sjá nánar um úrslit sýninganna í Skessuhorni sem kom út í dag.