Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2009 11:30

Enginn ræður för Runólfs

Runólfur Ágústsson var atkvæðamikill rektor á Bifröst og síðar frumkvöðull í að byggja upp nýtt háskólasamfélag á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. “Nú var komið að skuldadögum. Ef hann ætlaði sér að ná líkamlegri heilsu og andlegu jafnvægi yrði hann að snúa blaðinu við og breyta lífi sínu. Þá hefur ýmsum reynst vel að halda út í eyðimörkina,” segir í tilkynningu frá bókaútgáfunni Veröld, í tilefni þess að út er komin bók Runólfs; Enginn ræður för. Bókin er reisubók manns sem heldur yfir þvera Ástralíu. Þar kynnist hann lífsháttum frumbyggja sem fyrrum voru skotnir á færi, horfist í augu við kengúru, keyrir niður kóalabjörn og gistir í neðanjarðarbæ. Hann fetar í fótspor Jörundar hundadagakonungs, finnur gröf hans – og hlustar á Ellý Vilhjálms í lúnu kassettutæki heima hjá fólki sem yfirgaf Ísland fyrir fjörutíu árum.

“Reisubók Runólfs Ágústssonar er einlæg, áleitin og bráðfyndin lesning, uppfull af fróðleik um framandi slóðir. Þetta er heillandi frásögn manns sem fór yfir hálfan hnöttinn og fann þar fyrir sjálfan sig,” segir í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is