Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2009 12:18

Kjör trúnaðarmanns dæmt ógilt

Grundartangi. Ljósm. Ólafur Hauksson.
Talsverðrar óánægju gætir í röðum starfsmanna í kerskála Norðuráls á Grundartanga vegna ógildingar kosningar trúnaðarmanns fyrr í vikunni. Tveir menn höfðu verið í kjöri. Annars vegar Jón Benjamínsson starfandi trúnaðarmaður sem er félagi í Stéttarfélagi Vesturlands. Mótframbjóðandi hans var Karl Magnússon sem hins vegar er félagi í Verkalýðsfélagi Akraness. Vann Karl yfirburðasigur í kosningunni. Í ljós kom eftir að úrslit kosninganna höfðu verið kunngerð að samkvæmt kjarasamningum átti sá sem kosinn var að vera úr röðum Stéttarfélags Vesturlands. Í kjarasamningum segir að öll stéttarfélög sem eigi starfsmenn á svæðinu eigi að eiga fulltrúa úr röðum trúnaðarmanna. Hinir tveir trúnaðarmenn starfsmanna í fyrirtækinu eru frá VLFA. Í gær var svo tilkynnt að sökum þessa væri Jón Benjamínsson rétt kjörinn trúnaðarmaður og var kjör Karls því tekið til baka. Það verður því að skrifast á mannleg mistök að kjörinn var trúnaðarmaður sem ekki átti að vera í kjöri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is