Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2009 04:02

Fjöldi aðstoðarbeiðna þrefaldaðist á milli ára

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem voru á vaktinni á hálendinu í sumar hafa aldrei fengið eins mörg verkefni en fjöldi beiðna um aðstoð þrefaldaðist frá fyrra ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um Hálendisvakt björgunarsveitanna sem gefin hefur verið út og kynnt var í dag. Ferðalög um hálendi Íslands aukast ár frá ári og eru þar á ferð bæði íslenskt og erlent ferðafólk.  Árlega hafa orðið alvarleg slys á þessu svæði, jafnvel banaslys, sem og fjöldi óhappa. Slysavarnafélagið Landsbjörg leggur sitt af mörkum til að auka öryggi ferðafólks með viðverðu björgunarsveita á svæðinu yfir aðal ferðamannatímann. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu hefur erlendum ferðamönnum til landsins fjölgað töluvert og í ágústmánuði nam fjölgunin um 12.000 manns.

Bílaleigur urðu einnig varar við fjölgun ferðamanna en aldrei hafa eins margir bílar verið leigðir yfir sumartímann. Því má gera ráð fyrir að fjölgun ferðafólks hafi einnig áhrif á hve margir leita til hálendisvaktarinnar með leiðbeiningar og aðstoðarbeiðnir. Skráðar aðstoðarbeiðnir sumarið 2009 voru 930 talsins og er umtalsverð fjölgun milli ára þar sem aðstoðarbeiðnir sumarið 2008 voru 367. 

 

Helstu verkefni sumarsins voru að aðstoða fólk við ár og vöð. Einnig var nokkuð um að grennslast væri eftir ferðamönnum sem skiluðu sér ekki á tilteknum tíma í skála, aðstoða ferðamenn með bilaða bíla og sprungin dekk. Mikið var um að björgunarsveitarfólk væri að segja ferðafólki til um færð og ferðaleiðir. Án efa hefur það mikið að segja að okkar fólk er merkt, ferðast um svæðið og hittir mikið af ferðafólki sem er að leita leiðbeininga um ferðaval og færð á vegum. Fyrir utan fræðslu og leiðbeiningar veittu sjálfboðaliðar björgunarsveitanna slösuðum og veikum fyrstu hjálp, og sinntu útköllum sem bárust frá Neyðarlínunni. Í sumar urðu þrjú bílslys á hálendinu þar sem kallað var eftir aðstoð björgunarsveita. Skjót og rétt viðbrögð skipta miklu máli og þar sem vegalengdir eru miklar fyrir sjúkrabíla og lögreglu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is