23. október. 2009 11:05
„Við komum saman aftur um síðustu verslunarmannahelgi á Græna hattinum á Akureyri eftir 44 ára hlé. Síðan spilum við tvisvar þar og stemningin var ótrúleg. Við ætlum svo að spila á Kirkjubrautinni á Akranesi núna á laugardagskvöldið og ekkert nema gömul lög frá tímabilinu 1963 til 1970,” segir Sævar Benediktsson, sjóntækjafræðingur á Akranesi, sem er einn Bravó bítlanna frá Akureyri en þeir gerðu garðinn frægan þegar þeir léku á tíu tónleikum með hinni heimsfrægu hljómsveit Kinks í Austurbæjarbíói í Reykjavík árið 1965.
Sjá viðtal við Sævar í Skessuhorni vikunnar.