Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2009 03:35

Hekla kynnir nýja kynslóð metanbíla á Akranesi

Jón Trausti við nýja Passatinn
Undanfarið hefur bílaumboðið Hekla staðið fyrir sérstökum metandögum og boðið upp á reynsluakstur á einhverjum af hinum metanknúnu Volkswagen bílum sem umboðið selur, svo sem Passat, Touran, Caddy eða Caddy Life.  Á morgun, laugardaginn 24. október verður sýning á metanbílum hjá bílasölunni Bílás á Akranesi og er óhætt að hvetja bíleigendur til að kynna sér þennan nýja valkost í umhverfisvænu eldsneyti.

“Tilefnið þessarar kynningar hjá okkur er koma nýrrar kynslóðar metanbíla frá Volkswagen undir heitinu EcoFuel. Hér á landi hafa metanbílar verið þekktastir sem vinnubílar en nú hefur Volkswagen sett á markað nýjan metanknúinn fjölskyldubíl, Volkswagen Passat EcoFuel, sem segja má að sé fyrsti raunhæfi möguleikinn fyrir almenning á að eignast metanbíl,” segir Skagamaðurinn Jón Trausti Ólafsson sem jafnframt er markaðsstjóri Heklu.

 

 

Hinn nýi Passat er umtalsvert ódýrari en hefðbundin bensínútgáfa af Volkswagen Passat sökum þess að stjórnvöld hafa ákveðið lægri skattheimtu af innflutningi metanbíla. Metanbíllinn kostar nýr um 4,2 milljónir kr. á meðan venjulegur Passat er ríflega 600.000 krónum dýrari frá umboðinu. Þá dregur þessi bíll lengra en fyrri metanbílar.  Passat EcoFuel er útbúinn með bæði 32 rúmmetra metantanki og 31 lítra bensíntanki og er því ekki háður því að hafa aðgang að metan-áfyllingarstöðvum jafn víða og metanbílar sem eru með minni bensínstank. Hægt er að aka frá Reykjavík til Akureyrar og til baka á eldsneytinu sem í hann kemst.

 

Myndi spara tvo milljarða á Akranesi

Aðspurður um hvort það sé raunhæft fyrir Akurnesinga eða aðra Vestlendinga að kaupa metanbíl, miðað við að ekki er áfyllingarstöð á svæðinu, segir Jón Trausti að fyrir þá sem aka reglulega til höfuðborgarinnar sé það vel gerlegt. “Svo má segja að um leið og það verða komnir einhverjir tugir bíla á Skagann þá er kominn markaður fyrir stöð. En þangað til er hægt að nýta sér stöðina í Ártúnsbrekku. Hægt er að aka 430 kílómetra á bensíni á Passatinum, þannig að í sjálfu sér gerir ekki til að metanið klárist af bílnum.”

 

Jón Trausti segir að ef allir bílar á Akranesi, sem hann áætlar að séu um 2500 talsins, myndu skipta yfir í metan væri það sparnaður fyrir samfélagið upp á tæplega tvo milljarða króna á sjö ára tímabili, að því gefnu að verð haldist óbreytt á bensín og metani þann tíma.  “Stjórnvöld hafa sagt að þau muni halda þessum verðmun á innlendum og innfluttum orkugjöfum og því eru kaup á bíl sem þessum afar hagkvæmur kostur,” segir Jón Trausti Ólafsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is