Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2009 04:37

Ungir bændur á Íslandi stofna hagsmunasamtök

Helgi Haukur Hauksson.
Í gær fór fram í Dalabúð í Búðardal stofnfundur Samtaka ungra bænda á Íslandi. Jafnframt var haldið málþing um ungt fólk og landbúnað. Hópur ungs fólks úr röðum grasrótar bænda hefur síðustu misserin undirbúið stofnun hagsmunasamtakanna. Tilgangur þeirra er að sameina unga bændur hér á landi um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra. Jafnframt er hlutverk samtakanna að vinna að bættri ímynd landbúnðar með kynningar- og fræðslustarfi. Á annað hundrað ungir bændur af öllu landinu sóttu stofnfundinn. Gestir voru auk þess margir. Þar ber fyrst að nefna Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands sem sat málþingið, ávarpaði unga bændur og hvatti þá til dáða. Þá voru gestir úr röðum forystumanna Bændasamtakanna, sérgreinafélaga, alþingismenn og ráðherra og starfsfólk landbúnaðarháskólanna.

Hluti stofnfélaga
Á stofnfundi Samtaka ungra bænda var kosin stjórn. Formaður er Helgi Haukur Hauksson frá Straumi í Fljótsdalshéraði. Auk hans voru kosin Sigurður Þór Guðmundsson úr Þistilfirði, Oddný Steina Valsdóttir úr Fljótshlíð, Margrét Ingjaldsdóttir frá Þjórsárnesi og Gunnbjörn Rúnar Ketilsson úr Eyjafirði.  Helgi Haukur sagði í samtali við Skessuhorn að fyrsta verkefni félagsins yrði að hlutast til um stofnun landshlutafélaga innan hins nýja félags, samkvæmt nýjum lögum þess. Þá yrðu málefni ESB eðli málsins samkvæmt ofarlega í forgangsröðun en almennt hagsmunamál bænda í sem víðustum skilningi. Segir hann afar brýnt að efla grasrótarstarf ungra bænda hér á landi því þeirra sé að erfa landið. “Það verður að styrkja og efla nýliðun og félagslega samstöðu ungra bænda hér á landi. Við lítum á hið nýja félag sem hagsmunagæslufélag okkar og munum vonandi verða virk í réttindabaráttu okkar hvort sem það snertir kjör ungra bænda, möguleika þeirra til að hefja búskap eða hvaðeina annað.” Aðspurður sagði Helgi Haukur að jarðaverð hér á landi hefði á nýliðnum árum hækkað svo að enginn hefðbundinn búskapur gæti borið þann stofn- og fjármagnskostnað sem því fylgdi að hefja búskap. Þetta væri áhyggjuefni því ef nýliðun væri illmöguleg af þessum sökum, væri engin framtíð í greininni.

 

Sjá ítarlegri frásögn af málþingi ungra bænda í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is