Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2009 04:31

Aftur tap á lokamínútum hjá Skagamönnum

Dagur Þórisson átti góðan leik.
Skagamenn biðu lægri hlut fyrir Þór Akureyri þegar liðin áttust við á Jaðarsbökkum í gærkvöldi. Leikurinn var mjög sveiflukenndur og í þriðja leikhluta leit hreinlega út fyrir að Skagamenn myndu vinna sinn fyrsta sigur í vetur. Þeir börðust vel til enda en þurftu að þola sitt þriðja tap í jafnmörgum leikjum í vetur, 84:90.  Gestirnir í Þór tóku frumkvæðið strax í byrjun og voru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Skagmenn voru daufir í framhaldinu og gestirnir gengu á lagið, voru komnir með 11 stiga forskot 29:40. Þá settu ÍA-menn í annan gír sem skilaði þeim jafnri stöðu í hálfleik 49:49.

Skagamenn byrjðu síðan seinni hálfleikinn vel, komust sjö stig yfir, en þá svöruðu Þórsarar með tíu stigum í röð og allur vindur virtist úr heimmönnum. Janfræði var svo meið liðunum þar til fjórði leikhluti var hálfnaður að gestirnir tóku rikk með því að skora átta stig í röð. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í tvö stig, en allt kom fyrir ekki. Norðanmenn voru sterkari á lokamínútunum og sigruðu 84:90.

Um 100 manns mættu á Jaðarsbakkana og hvöttu heimamenn vel. Atkvæðamestir hjá ÍA voru Halldór Gunnar Jónsonn með 18 stig og sjö stoðsendingar. Hörður Nikulásson endaði með 17 stig. Dagur Þórisson átti góðan leik, gerði 11 stig, tók átta fráköst og átti tvær stoðsendingar. Trausti Freyr Jónsson var með 10 stig og fimm stoðsendingar,  Áskell Jónsson níu stig og fimm stoðsendingar. Þá vakti framlag Jóhannesar Helgasonar athygli. Hann kom sterkur inn af bekknum og dreif menn áfram, skoraði átta stig og tók tvö fráköst á aðeins 8 mínútum. Næsti leikur Skagamanna er að heiman gegn Hrunamönnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is