Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2009 11:05

Skoruðu á ráðherra að fækka ekki ferðum Baldurs

Bæjarstjóri Vesturbyggðar afhenti í liðinni viku samgönguráðherra undirskriftir þar sem skorað er á ráðherra að sjá til þess að fallið verði frá fyrirætlun um fækkun ferða Breiðafjarðaferjunnar Baldurs. Undirskriftum var safnað síðustu vikur meðal íbúa og farþega Baldurs. Í skjalinu, sem Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar afhenti, kemur fram að Baldur sé oft á tíðum eina samgönguleið íbúa á suðursvæði Vestfjarða á vetrum og fram á vor. Bent er á nauðsyn þess að halda uppi reglulegum ferðum eins og verið hafi vegna vöruflutninga heim í hérað, vegna flutnings á útflutningsafurðum og annarra ferða til og frá heimabyggð meðal annars vegna skólasóknar framhaldsskólanema á Snæfellsnes. 

Í lok áskorunarinnar eru ráðherra, þingmenn og æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar hvattir til að koma akandi um Vestfjarðaveg og kynnast af eigin raun því ástandi sem íbúar þessa svæðis búi við í samgöngumálum í dag og halda síðan fund með íbúum þar sem fjallað yrði um samgöngumál.

 

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók við áskoruninni. Hann segir að samningur við Sæferðir um styrki vegna siglinga Baldurs verði framlengdur en ekki í óbreyttri mynd. “Upphaflega var gert ráð fyrir að samningur um styrki myndi renna út í lok þessa árs um leið og vegasamband væri orðið viðunandi á sunnanverðum Vestfjörðum. Hins vegar hefði ekki tekist að halda þeirri áætlun og því ljóst að framlengja verður samninginn,” segir Kristján L Möller. Ráðherra segir einnig að verið sé að fara yfir öll mál varðandi ríkisstyrktar samgöngur og fleira hjá Vegagerðinni. Niðurstaða liggi ekki fyrir í þeim efnum en ljóst sé að Baldur muni sigla áfram yfir Breiðafjörð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is