Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2009 08:05

Baráttusigur Skallagríms á Hlíðarenda

Skallagrímsmenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda sl. föstudagskvöld þegar þeir lögðu Valsmenn 62:61 í hörkuleik, þar sem gestirnir innbyrtu sigurinn með gríðarlegri baráttu á lokamínútunum. Þetta var annar sigur Skallagrímsmanna í röð í 1. deildinni í körfuboltanum. Unglingalandsliðs mennirnir Trausti Eiríksson og Sigurður Þórarinsson komu mikið við sögu í leiknum, sérstaklega á lokamínútunum.  Skallagrímur byrjaði af krafti og komst í 3:13 á fyrstu fimm mínútunum. Munurinn var nokkur á liðunum í fyrri hálfleik þar sem gestirnir voru alltaf skrefi á undan. Skallagrímur leiddi með 15 stigum þegar mest var snemma í öðrum leikhluta. Munurinn í hálfleik var níu stig 25:34 fyrir Skallagrím.

Í seinni hálfleik byrjuðu Valsmenn mun betur, náðu að vinna upp muninn og komust í framhaldinu í tíu stiga forustu. Skallagrímsmenn voru þó ekki á því að gefast upp og þegar ein 80 sekúndur voru til leiksloka var munurinn átta stig Valsmönnum í vil 61:53. Sigurður Þórarinsson fór þá á vítalínuna og setti bæði skotin niður. Á lokasekúndunum átti Trausti Eiríksson stórleik fyrir Skallagrím. Hann krækti í sóknarvillu á Valsmenn. Silver Laku setti niður þriggja stiga körfu þegar rétt rúm mínúta var eftir og munurinn aðeins þrjú stig. Trausti stal svo boltanum af Valsmönnum í næstu sókn, gaf á Konrad sem skoraði fyrir Skallagrím. Valsmenn fengu annað tækifæri til að tryggja sigurinn, en aftur náði Trausti boltanum þegar 13 sekúndur voru eftir, sendi á Silver sem skoraði úr erfiðu skoti. Þar með var Skallagrímur kominn yfir. Valsmenn náðu svo einu skoti í lokin, sem Hafþór Gunnarsson varði. Skallagrímsmenn fóru þar með heim með sigur, 61:62.

 

SilverLaku var stigahæstur Skallagrímsmanna með 27 stig og tók að auki sex fráköst. Konrad Tota gerði 11 stig og átti þrjár stoðsendingar. Sigurður Þórarinsson var með átta stig og tók 11 fráköst. Trausti Eiríksson skoraði fimm stig, tók 13 fráköst og átti sjö stoðsendingar.

 

Næsti leikur Skallagríms er á heimavelli gegn Ármanni á föstudagskvöldið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is