Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2009 10:02

Góður árangur sundfólks af Vesturlandi

Jón Ingi Sigurðsson

Um síðustu helgi fór fram Cheeriosmót SH í sundi fram í Hafnarfirði. Sundfólk af Vesturlandi náði þar mjög góðum árangri.

Frá Skallagrími mættu fimm keppendur, þau Filippía, Kári Jón, Agnar Daði, Jón Ingi og Gabríel og voru að bæta flesta tíma sína. Jón Ingi Sigurðsson, 14 ára bætti 20 ára gamalt Borgarfjarðarmet Hlyns Auðunssonar í 200 m. skriðsundi um 4 sek. Synti hann á 2.14,00. Jón Ingi bætti einnig eigið Borgarfjarðarmet í 100 m. fjórsundi og 50 m. bringusundi um 3 sek. hvort met og synti til bronsverðlauna í 50 m bringusundi en keppt var í opnum flokki. Þessi byrjun á sundtímabilinu lofar vissulega góðu hjá borgfirska sundfólkinu.

Inga Elín Cryer
Elsta sundfólkið frá Sundfélagi Akraness var einnig meðal þátttakenda.  Inga Elín Cryer náði góðum árangri er hún bætti Íslandsmet í stúlknaflokki í 400 metra fjórsundi og 800 metra skriðsundi. Sá árangur tryggði henni farseðilinn á Evrópumeistaramót fullorðinna sem haldið verður í Istanbul í Tyrklandi í desember.  Hrafn Traustason og Salome Jónsdóttir náðu lágmörkum í unglingalandsliðið sem tekur þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga í Helsinki, einnig í desember. Nokkur Akranesmet voru einnig sett á mótinu og stóðu Inga Elín, Hrafn og Jón Þór Hallgrímsson fyrir því.  Þetta er allt góðs viti þar sem sundfólk stefnir ekki á að toppa árangur sinn fyrr en á Íslandsmeistaramótinu sem haldið verður 19.-22. nóvember. Þar hafa nú þegar 13 sundmenn frá Akranesi tryggt sér keppnisrétt auk Borgnesinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is