Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2009 11:02

Ferðaþjónar hafa opið lengra fram á haustið

Sigríður í Fjöruhúsinu sl. laugardag.

Mun meira af ferðafólki hefur lagt leið sína á Snæfellsnes nú í haust en undanfarin ár, að sögn Skúla Alexanderssonar á Hellissandi. Hann segir að þetta gleðji vissulega þá sem  halda úti þjónustu við ferðafólk og hafi leitt til þess að sumir þjónustaðilar hafa lengt opnunartíma fram á haustið.  Ferðafólkið hefur þó í sumum tilfellum komið að lokuðum dyrum á þeim stöðum sem einungis hafa sumaropnun.  Skúli segir að hótel og veitingastaðir á Snæfellsnesi séu þó í auknum mæli opnir allt árið.   Skúli nefnir sem dæmi að Fjöruhúsið á Hellnum undir Jökli hafi lengt úthaldið og hafi verið með opið í september og október.

Á myndinni er Sigríður Einarsdóttir í Fjöruhúsinu  á fyrsta vetrardag við afgreiðsluborðið. Hún segir að ágæt viðskipti hafi verið hjá þeim þessa mánuði og sumarið hafi auk þess verið mjög gott. Sigríður reiknar með gestakomum snemma næsta vor og ætlar að fagna þeim í Fjöruhúsinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is