27. október. 2009 11:02
 |
Sigríður í Fjöruhúsinu sl. laugardag. |
Mun meira af ferðafólki hefur lagt leið sína á Snæfellsnes nú í haust en undanfarin ár, að sögn Skúla Alexanderssonar á Hellissandi. Hann segir að þetta gleðji vissulega þá sem halda úti þjónustu við ferðafólk og hafi leitt til þess að sumir þjónustaðilar hafa lengt opnunartíma fram á haustið. Ferðafólkið hefur þó í sumum tilfellum komið að lokuðum dyrum á þeim stöðum sem einungis hafa sumaropnun. Skúli segir að hótel og veitingastaðir á Snæfellsnesi séu þó í auknum mæli opnir allt árið. Skúli nefnir sem dæmi að Fjöruhúsið á Hellnum undir Jökli hafi lengt úthaldið og hafi verið með opið í september og október.